Stjórn FRÍ samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag tillögu Íþrótta- og Afreksnefndar FRÍ (ÍÞA)um val á keppendum og Heimsmeistaramót unglinga fyrir 17 ára og yngri og Ólympíudaga Evrópuæskunnar.
Á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Sherbrooke í Kanada daganna 10.-13.júlí nk. voru eftirfarandi keppendur valdir:
* Hildur Kristín Stefánsdóttir ÍR í 100m hlaup.
* Sigurbjörg Ólafsdóttir Breiðabliki í 100m hlaup, langstökk og 100m grindahlaup.
* Magnús Valgeir Gíslason Breiðabliki í 100m hlaup.
* Óli Tómas Freysson FH í 100m hlaup.
Fararstjóri og þjálfari verður Jón Sævar Þórðarson.
Á Ólympíudaga Evrópuæskunnar sem fram fer í París í Frakklandi daganna 27.júlí til 1.ágúst voru eftirfarandi keppendur valdir:
Stúlkur:
* Arndís María Einarsdóttir UMSS í 800 og 1500m hlaup.
* Fanney Tryggvadóttir ÍR í stangarstökk.
* Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðabliki í 100m hlaup.
* Sigurbjörg Ólafsdóttir Breiðabliki í langstökk og 100m grindahlaup.
Dregnir:
* Arnar Már Þórisson FH í spjótkast.
* Kári Steinn Karlsson UMSS í 3000m hlaup.
* Magnús Valgeir Gíslason Breiðabliki í 100 og 200m hlaup.
* Stefán Guðmundsson Breiðabliki í 2000m hindrunarhlaup.
Flokkstjóri og þjálfari frá FRÍ verður Þórdís Gísladóttir, en ferðin er á vegum ÍSÍ.