Mývantsmaraþon Mývantsmaraþon fór fram nú um helgina. Hlaupið var maraþon, hálft maraþon, 10km og 3km. Maraþoninu var startað á föstudaginn kl. 18:00 og var hlaupið umhverfis mývatn og endað við Skútustaði.
37 keppendur skráðu sig til leiks og luku 36 hlaupinu. Daginn eftir var svo hlaupið hálft maraþon og var því startað kl. 13:00, reyndar seinkaði startinu til kl. 10 min yfir eitt vegna þess að einum hlauparanum seinkaði þannig að 10 km og 3 km hlaupinu seinkaði að sama skapi um 10 min vegna þess að sama klukka var notuð við tímatökuna. Keppendur í hálfu voru 26. Kl. 14:00 (14:10) var 10km og 3km startað. Í 10 km hlaupinu voru 31 keppandi og í 3km voru 35 keppendur.

Sigurvegar voru eftirfarandi:
Í Maraþoni voru það Ívar Adolfsson og Ingólfur Örn Arnarsson sem sigruðu, þeir voru jafnir í mark á tímanum 3:00:57 klst.
Í öðrusæti var Gunnar S. Richter á tímanum 3:16:05 klst. og í þriðja var Þórður G. Sigurvinsson á 3:17:39 klst.

Í hálfu maraþoni var það Jóhann Gylfason sem vann á tímanum 1:33:44 klst. í öðru var Sigurjón Björnsson á tímanum 1:34:28 klst. og í þriðja var Kári Jón Halldórsson á 1:35:10 klst.

Í 10km hlaupinu var það Guðmann Elísson sem sigraði á tímanum 36:25 min, í öðru sæti var það Vignir Már Lýðsson (ÉG) á tímanum 40:50 min og í þriðja stæti var Guðmundur Jenssen á 43:35 min.
Sveitakeppnina í 10km sigraði sveitin Salómon en hana skipuðu Guðmann Elísson, Vignir Már Lýðsson, Helga Björnsdóttir og Þengill Ásgrímsson.

Í 3km hlaupi var það Sveinn Elías Elíasson sem sigraði á tímanum 10:42 min, í öðru var það Ingvar Haukur Guðmundsson á tímanum 11:23 min, og í þriðja var það Kristján Steingrímsson á 13:12 min.


Tímaupplýsingar fengnar á www.hlaup.is og í kollinum á mér.

Takk fyrir

© bgates