Íþróttafólk ársins 2002 Nokkrir voru tilnefndir sem frjálsíþróttamaður ársins af IAAF. Það voru þau:
Jonathan Edwards (GBR) þrístökk
Berhane Adere (ETH) 5000m/10,000m
Hicham El Guerrouj (MAR) 1500m
Sureyya Ayhan (TUR) 1500m
Robert Fazekas (HUN) Sleggjukast
Kajsa Bergvist (SWE) Hástökk
Konstadinos Kederis (GRE) 200m
Gail Devers (USA) 100m grind
Khalid Khannouchi (USA) Maraþon
Svetlana Feofanova (RUS) Stangarstökk
Wilson Kipketer (DEN) 800m
Debbie Ferguson (BAH) 100m/200m
Robert Korzeniowski (POL) Ganga
Ana Guevara (MEX) 400m
Tim Montgomery (USA) 100m
Marion Jones (USA) 100m/200m
Felix Sanchez (DOM) 400m grind
Maria Mutola (MOZ) 800m
Roman Sebrle (CZE) Tugþraut
Paula Radcliffe (GBR) 5,000/10,000/Maraþon

Þeir karlar sem komu sterklega til greina sem frjálsíþróttakarl ársins voru Robert Korzeniowski göngumaður, Tim Montgomery 100m sprettlaupari, og Hicham El Guerrouj.

Robert Korzeniowski er 34 ára Pólverji er án efa einn besti keppnisgöngumaður allra tíma. Hann er núverandi heimsmeistari í 50km göngu, Ólympíumeistari í 20km og 50km göngu og bætti Evrópumeistaratitli við í 50km göngunni í München í ágúst á tímanum 3:36:39 en það er jafnframt besti heimsárangurinn í greininni í ár. Svo vann hann 20km gönguna á Pólska meistaramótinu í 13. skipti og hét því að halda áfram á sigurbraut í alþjóðlegum keppnum.

Tim Montgomery er eins og elding á hlaupabrautinni, með því að setja nýtt heimsmet í 100m hlaupi (9.78) á lokamóti Grand Prix í París, skráði Tim Mongomerie sig rækilega á spjöld sögunnar. Í leiðinni varð hann stigahæstur karla í heildar-Grand-Prix-stigakeppni IAAF þegar hann komst upp fyrir marakóska millivegalengahlauprann Hicham El Guerrouj á dramatískan hátt.

Þær konur sem komu sterklega til greina sem frjálsíþróttakona ársins voru Ana Guevara fyrir 400m hlaup, Marion Jones fyrir 100 og 200m hlaup og Paula Radcliffe fyrir 10.000m og maraþon.

Marion Jones, hinn fimmfaldi Ólympíuverðlaunahafi var ósigruð í 18 úrslitahlaupum í 100m, 200m og 400m hlaupi árið 2002 og þar af voru öll 100m hlaupin á gullmótunum, lokamóti Grand Prix og heimsbikarkeppni IAAF. Marion Jones varð stigahæst kvenna í heildar-Grand-Prix-stigakeppni IAAF og kom fram hefndum frá síðasta heimsmeistramóti en hún sigraði sterkasta andstæðing sinn, Zhanna Pintusevich-Block núverandi heimsmeistara í 100m hlaupi, í þau skipti sem þær mættust á árinu.

Ana Guevara er álitin gyðja einstaklingsíþróttanna í heimalandi sínu, Mexikó. Þar er talað um að mexíkóskar íþróttir standi bara fyrir tvennt: “Fótbolta og Ana Guevara”. Guevara er ósigruð í 400m hlaupi á þessi ári, vann 11 keppnir af 11 og vann þar á meðal allar keppnirnar á gullmótunum, lokamót Grand Prix og heimsbikarmót IAAF. Þar með varð hún (ásamt Felix Sanches, sjá næsta pistil) fyrsti Rómanski Ameríkaninn til að vinna hlut í gullpottinum. Hún varð svo þriðja í heildar-Grand-Prix-stigakeppni IAAF og náði 11. besta tíma sögunnar í 400m hlaupi kvenna er hún hljóp á 49.16 í Zürich.

Vinsældir Paulu Radcliffe, með sinn sérkennilega hlaupastíl og hnéháu sokka, hafa sívaxið á þessu ári og er hún vel kunn fólki sem ekkert vita um íþróttir, a.m.k. í Bretlandi. Hún byrjaði árið á því að verja titil sinn í víðavangshlaupi, síðan náði hún besta tíma sem náðst hefur í ‘kynhreinu kvennamaraþoni’ í London (2:18:56) í frumraun sinni í þeirri vegalengd. Síðar setti hún Evrópumet í 10.000m hlaupi (30:01.09) á braut og það án þess að hafa héra og besta tíma ársins í 5000m (14:31.42) er hún vann Evrópumeistaratitilinn. Svo varð hún svo einnig Samveldismeistari í 5000m hlaupi. Í síðasta mánuði fullkomnaði hún svo gott tímabil þegar hún sigraði í maraþoninu í Chicago (blandað hlaup í þetta skiptið, þ.e. KK og KVK) á tímanum 2:17:18 og varð þar með fyrsta konan til að ná undir 2:18 múrinn.


Svo voru úrslitin kynnt; frjálsíþróttakarl ársins 2002 var Hicham El Guerrouj eða eyðimerkurljónið. Hann getur bara ekki tapað í millivegelengdunum. Heimsmetshafi í 1500 og 2000m hlaupi. Fékk gulpottinn árið 2002.
Frjálsíþróttakona ársins 2002 var svo Paula Radcliffe, langhlaupari.

Heimildir:
www.iaaf.org
www.frjalsar .com
www.fri.is

Takk fyri