Grænmetisætan Brad Pitt er einn eftirsóttasti maðurinn í heiminum í dag og er búinn að vera það lengi. Ferill hans byrjaði hægt á 10. áratugnum og var rétt að nást á almennilegt flug núna fyrir nokkrum árum. Brad hefur sýnt að hann er ekki bara fallegi strákurinn heldur er hann fallegi strákurinn með leikhæfileikana. Með myndum eins og Se7en, Twelve Monkeys, Fight Club og Seven Years In Tibet sannar hann að hann getur vel leikið.. og það vel. Rétta nafn Pitt’s er William Bradley Pitt. Brad fæddist í Shawnee í Oklahoma-ríki. Foreldrar hans eru Brad og Jane Pitt. Faðir hans átti vörubílafyrirtæki en mamma hans var ráðgjafi í skólanum hans. Margir halda að hún hafi eytt mörgum tímum í að troða því í hausinn á morgum stelpum að þær myndu aldrei fá son hennar. Brad kláraði grunnskólann og hélt í Kickapoo framhaldsskólann þar sem hann útskrifaðist. Þar næst fór hann í Háskóla Missisouri til að læra fjölmiðlafræði. En Brad lét drauminn sinn ganga fyrir og hætti í háskólanum. Draumur hans var að halda til Los Angeles og slá í gegn sem leikari. Með 30.000 kr í veskinu hélt hann til Los Angeles en áður en hann fór var hann búinn að segja foreldrum sínum að hann væri á leiðinni í Listaskólann í Pasadenu af ótta að þau myndu ekki leyfa honum að fara til L.A. Þar buðust ekki merkileg stöf. Hann vann fyrir leiklistartímum sínum með því að bjóða ókeypis sígarettur í kjúklingabúning og keyra strippurum í steggjapartí á limmósíum. Svo loks byrjaði hann í sjónvarpsþáttum, þáttum eins og vinsælustu sápu allra tíma, Dallas. 1989 lék Brad svo í sjónvarpsmyndinni Too Young to Die? á móti Juliette Lewis. Eftir að hafa birst í mörgum litlum myndum eins og Cutting Class, sem var fyrsta myndin hans og Across the Tracks, naut Brad 15 mínútna frægðar í mynd Ridley Scott’s, Thelma and Louise. Brad lék þar puttalinginn J.D. sem átti eftir að leika á þær Thelmu og Louise.
Ferill Brads fer vaxandi eftir þessa mynd þrátt fyrir lítið hlutverk. Hann kom fram í myndinni The Favor árið 1992 en uppfyllti ekki vonir hans og jók bara ímynd Brads sem leikarinn með fallega andlitið í stað þess að vera álitinn sem góður leikari. Svo fylgdu myndir eins og Johnny Suede og Cool World. En brátt fóru góðu hlutverkin að sigla inn. Robert Redford reddaði Pitt hlutverk í mynd sinni A River Runs Through It leikur Brad aðalpersónuna og fékk hann góðar tökur gagnrýnenda. Þremur árum eftir að Brad lék með Juliette Lewis í Too Young to Die? lék hann aftur með henni í myndinni Kalifornina. Þar fer Pitt með Lewis á drápsskeið í Bandaríkjunum. Myndin fékk slæma dóma gagnrýnenda fyrir mikið ofbeldi og var aðsóknin heldur slök. Í True Romance eftir Tony Scott (bróðir Ridley Scott) tekur Brad að sér mun mýkri persónu. Tom Cruise og Christian Slater voru mótleikarar Pitt’s í An Interview with a Vampire, vampírumynd af lakara taginu. 1994 kom aftur á móti mynd sem fór betur í fólk, Legend of the Falls. En svo fóru hjólin loksins að snúast almennilega þegar Brad tók að sér hlutverk í mynd David Finchers í Se7en. Brad leikur lögreglumanninn David Mills ásamt Morgan Freeman, þeir eru að rannsaka morð sem eru byggð á dauðasyndunum sjö. Myndin er meistaraverk. Brad átti eftir að kynnast Óskarstilfinningunni eftir næstu mynd sína, 12 Monkeys. Brad leikur geðsjúkling, og það vel enda var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna en vann ekki.
Á móti Harrison Ford leikur Brad írskan hryðjuverkamann IRA í The Devil’s Own. Myndin fékk misjafna dóma en mér finnst hún mjög góð og vera mjög vanmetna. Brad lék á móti mörgum stórleikurum í næstu mynd sinni, þeir voru Robert deNiro, Dustin Hoffman, Kevin Bacon og Jason Patrick. Myndin er mjög góð og er frábær viðbót við feril Brads. Myndin fjallar um hóp drengja sem fremja morð af gáleysi og eru dæmdir til vistar á unglingaheimili. Þar, ásamt hinum drengjunum eru þeir misnotaðir af vörðunum. 10 árum seinna hittast vinirnir, allir í mismunandi stöðu, og ákveða að framkvæma hefndir gegn vörðunum. Kevin Bacon leikur aðalfangavörðinn. Kvikmyndin Seven Years In Tibet átti ekki eftir að gera það gott. Kostaði offjár að gera hana, heilar stjötíu milljónir dollara en gekk ekki nógu vel í miðasölunum. Myndin kostaði það líka að Brad Pitt er stranglega bannað að koma til Kína. En þrátt fyrir lélega dóma segja margir að myndin sé sú þar sem Pitt sýnir sinn besta leik hingað til. Næsta fall Brads var í Meet Joe Black. Leikur Brad þá milda útgáfu af Djöflinum á móti Anthony Hopkins. Slöpp mynd. Í Being John Malcovich kom hann svo fram í svokölluðu ‘cameo’ eða stuttu myndskeiði sem hann sjálfur.
Brad kom svo árið 1999 aftur í mynd eftir David Fincher. Í þetta sinn er það hin ótrúlega góða og vinsæla Fight Club, enginn annar en Edward Norton leikur á móti honum og eru þeir báðir frábærir í hlutverkum sínum. Pitt leikur Tyler Durden, sápugerðarmann sem hefur undarlegt álit á lífinu. Með bestu myndum seinustu áratuga. Brad og Edward fóru á sápugerðarnámskeið fyrir myndina. Brad hefur áður tekið upp annan hreim, írskur hreimur og það í The Devil’s Own. Núna tók hann að sér hlutverk sígaunans Mickey í Snatch, leikstýrt af snilldar Bretanum Guy Ritchie. Brad leikur sígauna sem talar eina bjöguðustu ensku sem ég hef heyrt. Í The Mexican komu tveir vinsælustu leikarar samtímans, Brad og Julia Roberts. Skemmtileg en dáldið langdregin gamanmynd um hrakfallabálkinn Jerry sem fær mexókóska byssu í hendurnar og færir honum ekkert nema óheppni. Svo næst kom Brad fram í mynd sem er stútfull af frægum leikurum eins og George Clooney, Julia Roberts, Andy Garcia og Matt Damon. Myndinni er leikstýrt af Steven Soderbergh sem hlaut Óskarinn fyrir Erin Brockovich með Juliu Roberts í aðalhlutverki. Ocean’s Eleven er endurgerð af mynd með Rottugenginu, Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. Núna er Brad leika í myndinni Confessions of a Dangerous Mind og mun hann koma fram með Juliu Roberts í þriðja sinn og með leikstjóra myndarinnar, George Clooney í annað sinn. Myndin mun fjalla um CIA njósnarann Jim Byrd sem Clooney mun leika.
Brad Pitt og núverandi kona hans, Jennifer Aniston, eða betur þekktur sem Rachel Greene í sjónvarpsþáttunum Friends, giftu sig í rándýru brúðkaupi í júli, 2000. Mættu þá margir leikarar á svæðið. Það hefur ekki gerst sjaldan að Brad falli fyrir mótleikara sínum, en það hefur gert sjö sinnum. Þegar hann lék í Too Young to Die? kynntist hann Juliette Lewis og voru þau lengi saman, þau fluttu meðal annars saman. Hættu þau þá saman eftir myndina Kalifornia. Meðan tökum stóð á Se7en kynntist Brad Gwyneth Paltrow, fyrrverandi unnustu hans. Voru þau þá saman í tvö og hálft ár en skildu svo friðsamlega. Ekki er vitað hvers vegna en orðrómar gengu um að hún Gwyenth væri óeðlilega kröfuhörð í rúminu og hann Pitt hafi ekki staðist hennar gæðakröfur. Brad Pitt er eini maðurinn í heiminum sem hefur tvisvar verið kosinn ‘kynþokkafyllsti karlmaður á lífi’. Hann var kosinn árið 1995 og svo aftur 2000. Einnig var hann kosinn einn af 50 fallegstu manneskja sem til eru. Í Empire stóð svo að Pitt væri 32. besti leikarinn. Brad hefur einu sinni ‘komið fram’ nakinn, það var þegar myndir voru teknar af honum og Gwyneth í sólbaði. Myndirnar birtust í konutímaritinu Playgirl. Brad fór í mál við blaðið og dæmdi dómarinn blaðið til að endurkalla öll blöð til baka. Eitt sinn árið 1999 stalst 19 ára stelpa heim til Pitt’s og klæddi sig í fötin hans, liðu þá 10 klst áður en viðvörunarkerfið fór í gang. Stelpan var dæmd til að halda sig í 100 metra fjarlægð frá honum. Getið þið ímyndað ykkur Brad Pitt sem Neo í The Matrix? Hann átti nefnilega hugsanlega að taka hlutverkið að sér. Ef kvikmyndin Backdraft hefði ekki verið gerð þá væri Brad Pitt líklega ekki svona frægur í dag. William Baldwin átti upprunalega að taka hlutverk J.D’s i Themla and Louise en hann valdi frekar Backdraft.