Jú það eru ýkjur, það er svona svipað og ef Svínasúpan segðist vera besti íslenski grínþátturinn í öllum heiminum, það er allt í lagi með það og það er tæknilega rétt en orðið heimur á ekkert erindi þarna inn. Með þessu er verið að mikla hlutina.
Það er ekki að ástæðulausu sem að vinsældarlistar birta listann sinn í lok vikunnar í staðinn fyrir td. að athuga plötusöluna fyrsta korterið á fyrsta degi vikunnar og birta svo listann samkvæmt þeim tölum með þeirri undirskrift að þar séu söluhæstu plötur vikunnar..
Annars breyti ég því varla hvernig þú orðar hlutina, þó ég sé 90% viss um að þú notar orðið öld í staðinn fyrir áratug vegna þess að þér finnst öld kröftugra og veigameira orð.