Já er ekki leikkonan Jennifer Love Hewitt (23) sem lék í Party of Five (Ein á báti) farin að syngja. Hún er að gefa út plötu sem heitir BareNaked og heyrði ég lagið BareNaked um daginn og fannst mér það bara helvíti flott. Frekar á rólegu nótunum. Hún skrifaði öll lögin á plötunni sjálf (ásamt einni konu, Meredith Brooks) og líka tónlistina ásamt öðrum ;) Þið getið kíkt á heimasíðuna hennar www.jenniferlovehewitt.com og séð lagalistann. 12 lög sem eru örugglega öll róleg og góð. Þetta er svona rólegt popp, en ekki halda að þetta sé eitthvað virkilega rólegt þá ég segi þetta orð oft. Þið munuð trúlega heyra þetta lag í útvarpinu núna fljótlega og verið spennt, því það er greinilega meira sem Jennifer Looove getur en að leika ;)