þekkja þau sjálfa sig?
Ég hef oft velt fyrir mér frægt fólk sem hefur leikið óteljandi hlutverk um ævina-týnir þetta fólk ekki sínum eigin persónuleika? Hvernig geta þau munað hver þau í raun eru? Þetta er lifandi dæmi um fólkið sem kemur í þáttunum hjá Jay Leno….mér finnst fólkið eitthvað svo taugaóstrykt þegar það loksins kemur fram sem það sjálft og þurfa að deila sér með öllum í salnum….þeim bara má ekki mistakast að vera þau sjálf (gætu þau hugsað)…svo það verður taugastirt og fer að tala eitthvað útí bláinn með miklum æsingi. Mér finnst alltaf voða þreytandi og leiðinlegt að horfa á þessa þætti….en það er bara ég. Mér finnst oft frægt fólk ekki vita hver þau eru lengur.