Leikarinn Hugh Grant, sem er einn eftirsóttasti piparsveinn heims, segist ekki hafa jafn gaman af því að eltast við konur og áður. Leikarinn sem er m.a. þekktur fyrir hlutverk sín í myndunum “Four Weddings an a Funeral” og Bridget Jones´s Diary“ sagði í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph að frægðin hafði rænt sig ánægjunni af leiknum.

” Þegar é var yngri fólst spennan í því að eltast við konur í tilfinningunni fyrir tælingunni, rómantíkinni og eltingarleiknum,“ segir hann. ”Þegar maður er þekktur kemst maður hins vegar að því að maður er ekki lengur veiðimaðurinn heldur bráðin. Þetta er eitt af því sem hefur valdið mér vonbrigðum frá því ég varð einhleypur."

Þá segir Grant að sér þyki nokkuð undarlegt að vera einhleypur eftir fjórtán ára samband við Elizabeth Hurley.
HELLO!