olíuverk af þekktu fólki Íslands
Ég er meira en hálfnuð með mjög nákvæmt olíuverk af KK, og langar að fara að gera fleiri olíuverk af landsþekktu fólki hér á landi,kannski til að gefa og kannski til að selja. Þegar ég tala um að gefa, þá langar mig að gefa þeim sem ég held mest uppá. Ég myndi gefa Páli Óskari málverk af sér því hann er vinur frænku minnar :) líka af því að hann er frábær ;)