Bandaríski grínleikarinn Tom Green sópaði til sín verðlaunum á Golden Raspberry-kvikmyndahátíðinni, sunnudaginn síðastliðinn, sem hefur það að markmiði að velja það versta í kvikmyndaiðnaðinum í Bandaríkjunum ár hvert. Green fékk fimm verðlaun á hátíðinni fyrir kvikmyndina Freddy got Fingered; fyrir verstu frammistöðu leikara, verstu leikstjórn, meðhöfundur að versta handritinu og fyrir versta par á hvíta tjaldinu.

Green er sagður hafa tekið verðlaunaafhendingunni sem góðlátlegu gríni og tekið við verðlaununum. Þá fékk söngkonan Mariah Carey verðlaun á Golden Raspberry fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Glitter, sem er frumraun hennar í kvikmyndaleik. Verðlaunahátíðin var haldin í 22 sinn á laugardagsnótt og er alltaf haldin sólarhringi fyrir Óskarsverðlaunaafhendinguna.