Britney Spears olli aðdáendum sínum vonbrigðum er fyrsta kvikmynd hennar, Crossroads, var frumsýnd í London í gær. Um 3.000 aðdáendur hennar höfðu safnast saman fyrir framan kvikmyndahúsið í von um að fá tækifæri til að heilsa upp á hana en Spears mætti á síðustu stundu og gaf sér því hvorki tíma til að spjalla né veita eiginhandaráritanir.