Halle Berry besta leikkonan..
Halle Berry varð fyrsta svarta leikkonan til að hljóta Óskarsverðlaunin fyrir besta leik sinn í aðalhlutverki í Hollywood síðastliðinn Sunnudag. Berry hlaut verðlaunin fyrir túlkun sína á eiginkonu dauðadæmds manns í myndinni Monster"s Ball. Þá hlaut leikarinn Sidney Poitier heiðursverðlaun á hátíðinni, en hann varð á sínum tíma fyrsti svarti maðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki.