Eftir að Anna Nicole Smith dó tók ég mikið eftir því að allir væru að syrgja hana og lofa hana líkt og hún væri engill. Ætti það að vera flestum ljóst að hún var klámstjarna, eiturlyfjafíkill og giftist gömlum manni til að eignast peningana hans eftir að hann myndi deyja (sem mætti segja að sé “verra” en að vera hóra).
Svo deyr Heath Ledger. Virkilega góður leikari sem tók að sér umdeilt hlutverk, þar sem hann lék samkynhneigðan mann. Hann lék það svo vel að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Svo eftir að hann deyr er ekki þverfótað á internetinu fyrir skítkasti á hann, nýlátinn. Eitthvað þykir mér þetta brenglað, að lofa eiturlyfjafíkil, klámstjörnu og hóru en skíta svo yfir þennan gæðaleikara einungis vegna þess að hann lék samkynhneigðan mann einu sinni á ferli sínum.
muuuu