Leikarar millilenda í keflavík
Bandarísk einkaþota með leikurunum Brad Pitt, George Clooney, og Juliu Roberts millilenti á Keflavíkurflugvelli um fimmleytið í dag og mátti sjá Hollywood-stjörnurnar ganga um flugstöð Leifs Eiríkssonar á meðan vélin tók eldsneyti. Einnig var með í för leikararnir Matt Damon og Andy Garcia ásamt fleiri föruneyti. Starfsfólk Leifsstöðvar rak upp stór augu er það sá Brad Pitt vera að skoða harðfisk í fríhöfninni og Juliu Roberts kaupa sér derhúfu með áletruninni “Iceland” á derinu en allir leikararnir voru með “Oceans Eleven” derhúfu en þau léku öll í samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var í Los Angeles í nótt. Framkvæmdarstjóri Leifsstöðvar sagði að mikil stemning hefði verð í Leifsstöðinni þennan hálftíma sem leikararnir stoppuðu og höfðu sumir fengið eiginhandaráritanir og nokkrir létu taka mynd af sér með leikurunum og þá aðallega Brad Pitt.