Britney Spears er alltaf í deilum við fyrrverandi eiginmann sinn Kevin Federline
Kevin Federline var sárreiður þegar Britney braut samkomulag þeirra um forræði og fór með börnin til Vegas.


Britney hótar að flýja land
Deilurnar á milli Britneyar Spears og fyrrum eiginmanns hennar, Kevins Federline, gera ekki annað en að harðna.
Heimildir herma að Federline hafi miklar áhyggjur af börnum þeirra, Sean Preston og Jayden James, og vilji fá fullt forræði yfir þeim. Britney er ekki á þeim buxunum, og hefur nú hótað að flýja land með börnin, ef Federline hverfur ekki frá þeim áformum.



Samkvæmt heimildarmanni tímaritsins Star hefur Britney sagt Federline að passa sig, að í eitthvert skipti sem hún er með börnin muni hún kannski bara hverfa. Bæði OK! Magazine og National Enquirer birtu svipaðar fréttir. Federline tekur hótanirnar alvarlega og vill fá dómsúrskurð um að Britney fái ekki að umgangast börnin. „Hann er alveg eyðilagður“, segir heimildarmaðurinn.

Samkvæmt samkomulagi foreldranna um forræði yfir börnunum má hvorki Britney né Kevin ferðast með börnin án skriflegs samþykkis hins foreldrisins. „Vegna aðgangs Britneyar að fjármunum óttast Kevin að fyrrum eiginkona hans reyni að ræna börnunum,” segir heimildarmaður við National Enquirer.

Ef Britney rændi börnunum væri það ekki í fyrsta skipti sem hún ferðaðist með þau án samþykkis Federlines. Í lok júlí braut hún gegn samkomulaginu þegar hún tók drengina með sér til Las Vegas. „Hún hafði ekki fyrir því að spyrja Kevin. Hann var sárreiður. En Britney er alveg sama, hún gerir það sem hún vill, þegar hún vill," segir heimildarmaður Star.

Britney var svo stöðvuð af lögreglumanni í gærkvöldi á leiðinni frá Vegas fyrir of hraðann akstur. Hún var með tveimur dönsurum. Hún sagðist vera að flýja ljósmyndara og slapp með áminningu.