Hún heitir í alvörunni Robyn Rihanna Fenty. Hún er 19 ára gömul og er græneygð. Hún er þá semsagt fædd 20.Febrúar 1988. Hún er frá Barbados og sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Hennar þriðja plata var Good Girl gone bad. Þið kannski kannist við lagið Umbrella sem er búið að vera soldið í útvarpinu bara ekki fyrir löngu hún söng það með Jay-Z.
Rihanna er búinn að gera margar smáskífur og nokkrar hljómplötur.
Árið 2005 gerði hún hljómplötuna Music of the Sun og smáskífurnar Pon de Replay og If It's Lovin' That You Want.
Árið 2006 sem var nú bara í fyrra gerði hún hljómplötuna A Girl Like Me. Einnig gerði hún fjórar smáskífur sem eru semsagt SOS og Unfaithful, We Ride. Hún gerði samt smáskífuna Break It Off með Sean Paul.
Árið 2007 gerði hún hljómplötuna Good Girl Gone Bad. Hún er einnig búinn að gefa út fjorar smáskífur og ég býst nú við að hún eigi eftir að gefa út fleiri smáskífur. En smáskífurnar heita Umbrella sem hún gerði ásamt Jay-Z. Næst kemur Shut up and drive það lag hljóta nú margir að kannast við. Næsta smáskífa heitir Don't Stop The Music og hin er Hate That I Love You sem hún gerði með Ne-Yo.
Ég hef nú ekki verið mikið fyrir Rihönnu en mér bara svona datt í hug að gera eina grein um hana ég er nú ekkert mjög góður í að gera greinar en ég er að reyna að æfa mig. Flottustu lögin eru Unthiful og Shut Up And Drive og ekki má vanta Umbrella.