Eftir að Pamela útskrifaðist frá Highland Secondary School árið 1985, flutti hún til Vancouver og vann sem fitness leiðbeinandi. En sumarið 1989 fór Pamela með vinum sínum á kanadískan ruðningsleik. Þar var henni boðið að vera módel fyrir tískufyrirtækið Labatt og hún þáði það. Seinna það ár ákvað Pamela að sitja fyrir hjá Playboy og komst á forsíðuna. Þá flutti Pamela til Los Angeles til að halda áfram sínum módel ferli. Eftir það sat hún nokkrum sinnum fyrir hjá Playboy. Árið 1990 litaði Pamela brúna hárið sitt ljóst og fór í hina frægu brjóstaaðgerð. En ári seinna fékk hún stórt hlutverk í frægum bandarískum sjónvarpsþætti, Home Improcement (1992-1997). Vegna mikillar athygli sem hún fékk í Home I. fékk hún einnig hlutverk C.J. Parker (1992-1997) í Baywatch og fór frá Home I. eftir aðra seríu. Hlutverk hennar sem C.J. gerði hana heimsfræga.
Árið 1996 lék Pamela í myndinni Barb Wire, nafn aðalpersónunnar (sem Pamela lék) var Barbara Rose Kopetski og sumir héldu að það væri hennar raunverulega nafn. Í apríl 1997 kom Pamela fram í Saturday Night Live. Í byrjun þáttarins sagði Anderson þessa frægu setningu, “You know, if you’re nervous on stage, you actually should be naked!” Eftir þetta fór Pamela að strippa og brjóst hennar voru næstum alveg ber. Árið 2004 kom Pamela fram á forsíðu Playboy og það var í fyrsta skiptið sem hún hafði komið fram á forsíðu kviknakin. Hún lék síðan árið 2006 í myndinni Borat þar sem maður reynir að ræna henni til að giftast henni. Svo er hún að leika í mynd sem kemur út í desember, Blonde and blonder.
Myndir
The Taking of Beverly Hills (1991)
Snapdragon (1993)
Raw Justice (1994)
Naked Souls (1995)
Barb Wire (1996)
The Making of Bret Michaels (2002) (documentary)
Scooby-Doo (2002)
Pauly Shore Is Dead (2003)
Scary Movie 3 (2003)
No Rules (2005)
Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan (2006)
Sjónvarp
Home Improvement (cast member from 1991-1993)
Baywatch (cast member from 1992-1997)
Days of Our Lives (cast member in 1992)
Come Die with Me: A Mickey Spillane's Mike Hammer Mystery (1994)
V.I.P. (1998-2002)
Baywatch: Hawaiian Wedding (2003)
Stripperella (2003-2004) (voice)
Stacked (2005-2006)
Comedy Central Roast of Pamela Anderson (2005)
Simple Rules (2005)
Malibu (Future)
WinkiPedia
Can we bring yesterday back again