Jennifer Joanne Anastassakis(Aniston) fæddist 11. febrúar árið 1969 í Sherman Oaks Kaliforníu, BNA. Hún ólst upp í New York City. Faðir hennar John Aniston er grískur leikari og fæddist á Krít. Móðir hennar heitir Nancy og Jenniufer á tvo hálfbræður John Melick og Alex Aniston. Hún flutti frá New York til Losa Angeles þegar faðir hennar byrjaði að leika í Ævidögum(Days of Our Lifes). Þættirnir koma við sögu í Friends sem Aniston lék í seinna. Jennifer var með mikinn áhuga á myndlist og flutti til New York og fór í nám hjá Manhattan's Fiorello H. Laguardia High School of Arts and Performing Arts. Eftir að hafa útskrifast ákvað hún að flytja til Hollywood og gerast leikkona. Hún fór í prufu fyrir nýja þætti sem kölluðust Molloy en þeir lifðu ekki lengi í sjónvarpi og voru aðeins gerðir tveir þættir. Hún fékk lítil hlutverk í sjónvarpsmyndum og þáttum. Árið 1994 fór hún í prufu fyrir nýja þætti sem kölluðust Friends. Framleiðendur þáttana vildu að Jennifer myndi leika Monicu Geller en henni leist betur á karakterinn Rachel Green. Hún varð geysivinsæl í þáttunum og urðu þættirnir svo vinsælir að þeir enduðu ekki fyrr en tíu árum síðar. Fyrir Friends var hún tilnefnd fimm sinnum til Emmy verðlaunanna og vann þau einu sinni. Einnig var hún tilnefnd tvisvar til Golden Globe og vann í annað skiptið. Jennifer er sögð ein af 50 fallegustu konum í heimi og hefur hún leikið með leikurum á borð við Jim Carrey, Ben Stiller, Vince Vaughn og Meryl Streep. 29. júlí 2000 giftist hún leikaranum Brad Pitt við fallega athöfn í Malibu, Kaliforníu. Þau skildu árið 2005 eftir fimm ára hjónaband og hafði Brad haldið framhjá með Angelinu Jolie. Jennifer hefur leikið í mörgum vinsælum bíómyndum eins og Rock Star árið 2001, The Good girl árið 2002, Bruce Almighty árið 2003 og Allong Came Polly árið 2004. Árið 2006 lék hún í myndinni The Break-up með snillingnum Vince Vaughn. Milli Jen og Vince kom eitthvað ástarsamband en það entist ekki lengi.