Courteney Bass Cox(síðar Courteney Bass Cox
Arquette) fæddist þann 15. júní árið 1964 í Mountain Brook, Birmingham í Alabama fylki BNA.
Hún var fjórða barn hjónanna Richard og Corteney. Corteney var skírð í höfuðið á móður sinni. Hún á tvær eldri systur Virgina og Dottie. Og einn eldri bróður Richard sem var skírður í höfuðið á föður sínum. Courteney lærði við Mountain Brook skólann og keppti í sund- og tennisliðinu og var líka klappstýra. Á lokaári sínu við skólann gerðist hún fyrirsæta. Hún hætti fyrirsætustörfunum þegar hún útskrifaðist og hóf að læra arkitektúr hjá Mount Vernon skólanum. Hún lauk fyrsta árinu en hætti síðan og hóf fyrirsætustörfin aftur. Hún fór á forsíður blaða eins og Little Miss og Tiger Beat. Leiklistarferill hennar byrjaði í auglýsingum fyrir Noxema, New York telephone company og fleiri fyrirtæki. Á sama tíma gekk hún í leiklistarskóla og fékk sitt fyrsta hlutverk tvítug. Það var aukahlutverk í myndinni As The Worlds Turn. Corteney er örugglega þekktust fyrir hlutverk sitt sem Monica Geller í Friends. 12. júní giftist hún David Arquette og þau eiga eina dóttur saman.