Gerard Arthur Way er söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar My Chemical Romance. Hann er fæddur 9.apríl 1977 í Belleville, New Jersey. Byrjaði að syngja í 4.bekk, þegar hann lék Pétur Pan í samnefndu skólaleikriti. Amma hans kenndi honum að syngja, mála og koma fram.
Eftir útskrift úr Belleville High School árið 1995, sótti Gerard um í School Of Visual Arts í New York. Hann þráði að vera teiknimyndasögu listamaður og fullyrti að hans uppáhálds teiknimyndasögu-hópur væri Doom Patrol. Árið 2001 reyndi hann að selja Cartoon Network teiknimyndaseríu sem hét The Breakfast Monkey en Cartoon Network hafnaði því vegna þess að það var of líkt teiknimyndinni Aqua Teen Hunger Force.
Seinna það ár var Gerard að vinna í teiknimyndasögu bransanum þegar 11.september árásirnar skeðu. Sá atburður breytti honum mikið, og sagði hann í viðtali við tímaritið Spin, ,,I literally said to myself; Fuck art. I’ve gotta get out of the basement. I’ve gotta see the world. I’ve gotta make a difference!“ Seinna stofnaði hann hljómsveitina My Chemical Romance með bróður sínum Mikey, Ray Toro, Bob Bryar og Frank Lero. Fyrsta lag hljómsveitarinnar var ”Skylines and Turnlines“, sem fjallaði um reynslu Gerards af árásunum 9/11. Nafn hljómsveitarinnar kom frá bók eftir Irvine Welsh, Ecstacy: Three Tales of Chemical Romance.
Tónlistin reyndist vera mjög áhrifamikil fyrir Gerard til að berjast við langa baráttu hans við þunglyndi, alkahólisma og lyfjamisnotkun. Það leiddi til sköpunar á innilegum persónulegum lögum eins og ”Helena", sem var skrifað eftir lát ömmu hans. En hann hefur verið edrú síðan 11.ágúst 2004, en reykir þó enn.
Gerard hefur þó ekki alveg sagt skilið við listina, í nýlegu viðtali segir hann að hann sé að vinna í teiknimyndaseríu sem heitir The Umbrella Academy. Hann skrifar söguna, Gabriel Ba teiknar og James Jean gerir kápuna. Bókin á að koma út 19.september.