Lindsay Lohan
Lindsay Lohan er Bandarísk leikkona. Hún hóf feril sinn sem barnastjarna en er byrjuð að leika í öðruvísi myndum. Hún fæddist þann 2. júlí 1986 í New York , Bandaríkjunum. Hún hóf feril sinn 3ja ára gömul og lék þá í auglýsingum fyrir bifreiða framleiðandann Ford. Árið 1996 þegar hún var níu ára lék í sápuóperunni Another World. Hún hætti svo ári síðar þegar hún fékk hlutverk í Disney myndinni The Parent Trap. Árið 200 byrjaði hún að leika í þáttum um ævi Bette Midler. Þættirnir urðu að eins 18. Sama ár lék hún með Tyru Banks í myndinni Life-Size. Árið 2002 lék hún Lexy Gold í myndinni Get a Clue sem var gerð fyrir Disney Channel. Þegar Lindsay var sautján ára lék hún á móti Jamie Lee Curtis ímyndinni Freaky Friday. Árið 2004 lék hún í myndunum Mean Girls og Confessions of a teenage drama queen. Hún lék líka auka hlutverk í þáttunum Kingof the Hill og That 70s Show. 2005 fékk hún hlutverk í Herbie Fully Loaded. Árið 2006 lék hún í myndunum Just My Luck, A Prairie Home Companion og Bobby. Á þessu ári hefu hún leikið í myndunum Chapter 27, Georgia Rule(Með Felicty Huffman úr Desperate Housewifes) og I know who Killed me. Myndin Poor Things er væntanleg á næsta ári en þar leikur hún aðalhlutverk. Nýlega hafa náðst myndir af henni að taka fíkniefni og svo var hún tekin föst því hún ók undir áhrifum áfengis og fíkniefna.