Justin Randall Timberlakeer fæddur 31. Janúar 1981 og er þá 26 ára. Pabbi hans og mamma skildu þegar hann var lítill. Mamma hans giftist Paul Harless, Paul er alltaf sagður vera pabbi hans í öllum blöðum og greinum en það er bara rugl. Alvöru pabbi hans heitir Randy og er giftur konu sem heitir Lisa, þau eiga saman 2 stráka, sem heita Steven og Jonathan. Justin hitti pabba sinn ekki oft þegar hann var að alast upp en núna eru þeir orðnir ansi nánir. Í skóla fannst honum skemmtilegast í eðlisfræði en hataði stærfræði. En honum þótti tónlistinn alltaf lang skemmtilegust. og var hann alltaf að biðja mömmu sína að leyfa honum að fara æfa söng fyrir utan skóla. Í skólanum hans voru svona tónlistarprógramm en honum fannst það asnalegt og vildi frekar taka þátt í hæfileikakeppnum og söngskóla. Justin segir að ef hann hefði ekki suðað svona mikið í mömmu sinni þá hefði hann ekki náð svona langt í tónlistarbransanum.


Ferilinn hans byrjaði mest í Flórída, þegar hann var 8 ára gamall. Þá lenti hann í fyrsta sæti í keppninni Dance Like The New Kids On The Block. Þegar hann var orðinn 10 ára kom hann fram sem gestaleikar í Grand Ole Opry, sem var Country tónlistarþáttur. Hann kom fyrst fram opinberlega 11 ára gamall í Star Search, en þar tapaði hann fyrir einghverji stelpu sem er einusinni ekki fræg núna.En Stóra tækifærið hans sem breytti lífi hans algjörlega var kom árið 1992 þegar Justin fór í áheyrnar próf fyrir The Mickey Mouse Club. Þar fékk hann hlutverkið ásamt nokkrum öðrum sem voru t.d. Britney Spears og Christina Aguilera.

Justin byrjaði svo í hljómsveitinni N'sync árið 1996. Þeir voru gríðalega vinsælir og það var allataf uppselt á tónleika með þeim, þeir gáfu fyrst út disk árið 1998. Hérna eru diskarnir sem hann hefur gefið út með N'synch.

N'sync (1998)
Home For Christmas (1998)
The Winter Album (1998)
'N Sync (European Debut)(1999)
No Strings Attached (2000)
Celebrity (2001)

Ég vona að þið hafið vitað meira um Justin þegar þið voruð búinn að lesa þetta. En endilega ekki vera alltaf með þessi skítköst.