Það var mjög athyglisvert að heyra skoðanir fólks á hassreykingarmálum.Sérstaklega hvort vit sé í að lögleiða ósköpin?.Sjálfur byrjaði ég að reykja hass 12ára gamall.Uppúr 15ára var ég komin í allan eiturlyfjapakkan eins og hann leggur sig og svo tvítugur stóð ég með tárin í augunum á tröppunum á vogi af öllum stöðum.Ég vil samt sem áður meina það að cannabis sé alls ekki verra enn áfengi,hassið er skárra myndi ég segja.Sko ég og tveir aðrir vinir mínir urðum mjög fjótt rosalega háðir hassi,meðan margir aðrir úr okkar vina hóp gátu reykt af og til og gera það enn.(allir erum við að nálgast þritugt)Ég held að þetta sé mjög einstaklingsbundið eins og sumir missa stjórn á áfengi en aðrir ekki.Svo í sambandi við lögleiðingu.Þá treysti ég mér nú ekki til að segja af eða á.En ég sé margt mjög jákvætt í að leyfa þetta.Til dæmis vegna þess að hass leiðir út i neyslu á sterkari fikniefnum,það er ekki spurning. En EKKI út af þvi ad þig langi allt í einu í“ tilbreytingu” eda eitthvað“ sterkara” nei það er vegna þess að ÞEIR SEM SELJA HASS SELJA ALLT ANNAÐ.Þannig var þetta í mínum vinahóp og svona er þetta hjá flestum.Ég man þegar ég var að byrja á þessu æfintýri Þá fannst mér hass ekkert vera hættulegt en spítt,kók,sveppir,sýra og svoleiðis var DÓP og bar að varast.En þessi nýji “vina”hópur minn sem ég var í óða önn að kynnast með hassviðskiptum mínum var nú ekki svona stressaður.Nei þvert á móti maður þurfti bara vanda sig.Þá gat maður allveg gætt sér á hinum og þessum efnum af og til bara ef maður tæki góðar pásur á milli,þekkti sín takmörk,þá er einstaka sinnum bara Cool.Ok þetta var kannski ekki orðað svona en þráðurinn er sá að ég réttlætti ekki neysluna á harðari efnunum fyrir sjálfum mér.Ég hlustaði á aðra gera það.Ég var fimmtán ára og dópsalarnir dularfullir og undirheimarnir spennandi.Þó að ég geti ekki reykt hass vegna þess hve ég er stjórnlaus,þá er fullt af fólki sem getur það og ég get ekki séð neitt að með það.Ef tveir menn fara í ríkið,Á.T.C.V.R. Áfengis,tóbaks og cannabis verslun ríkisins.(gefum okkur það:))Einn kaupir nokkrar flöskur og bjór,og hinn kaupir Gott gras eða smá hassolíu kannski?.Þá myndi ég segja að líkurnar á því að annarhvor þeirra færi að reyna redda sér kóki eða spítti um helgina væru töluvert meiri hjá þeim…..fulla.