Flestir þekkja Emilie De Ravin sem Claire í þáttunum Lost á Stöð 1.
Hún fæddist 27. desember árið 1981 og ólst upp í Ástralíu. Emilie á þrjár eldri systur og er ættuð frá Frakklandi.
Þegar hún var 15 ára var hún tekin inn í virtan ballettskóla, en þá var hún búin að æfa ballett í 6 ár. Hún hætti eftir aðeins eitt ár og fór þá í leiklistarnám hjá National Institute of Dramatic Art.
Fyrsta hlutverk hennar var í þáttunum BeastMaster árið 1999. Sama ár benti umboðsmaðurinn hennar á áheyrnarprufu fyrir þættina vinsælu, Roswell. Hún fór þá til Kaliforniu í prufuna og fékk hlutverkið, og var byrjuð að leika í þeim jafnvel áður en hún átti sína eigin íbúð. Hún hélt samt áfram að taka leiklistartíma, og eftir flutninginn til Los Angeles fór hún í Prime Time Actors Studio.
Emilie hefur ekki leikið í mörgu enn, en þekktustu hlutverk hennar eru í þáttunum Lost, verðlaunamyndinni Brick og hrollvekjunni The Hills Have Eyes.
Hún giftist leikaranum Josh Janowicz 19.júní 2006 en þau skildu aðeins hálfu ári seinna. Emilie býr þá ein í Los Angeles með hundinum sínum, Bellu.
Margir búast við miklu frá Emilie de Ravin, en í augnablikinu er ekkert hjá henni nema Lost.