Fjórar af vinsælustu tónlistarsjónvarpsstöðvum Bretlands, The Box, Hits, Chart Show og B4 hafa sett nýjasta myndband stúlknasveitarinnar Nylon í spilun.

Myndbandið er við lagið Closer, sem er önnur smáskífa Nylon. Sú fyrsta, Losing a Friend, náði 29. sæti breska vinsældarlistans og fór fram úr björtustu vonum. Vonir eru nú bundar við að Closer, sem kemur út í byrjun október, muni endurtaka leikinn.

Það tók okkur margar vikur og allt upp í mánuði að fá svona spilun síðast en að fara með þetta inn á skrifstofu og beint í spilun er alveg meiriháttar, segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Nylon.

Myndbandið var tekið upp á herrasetri rétt fyrir utan Liverpool og þykir vel úr garði gert. Er það væntanlegt í spilun hér heima í næstu viku. Það þykir styrkleikamerki þegar þú ert kominn með aðra smáskífu og ert búinn að fara á topp 40. Þá átta menn sig á því að þetta er komið til að vera, segir Einar.

Stúlkurnar í Nylon eru nú komnar til Bretlands til að undirbúa sig fyrir tónleikaferð með hljómsveitinni McFly sem hefst 17. september. McFly er ein heitasta strákasveitin í Bretlandi. Hafa þeir sent frá sér vinsæl lög á borð við Obviously, All About You og I Wanna Hold Your Hand sem hafa öll komist í efsta sæti breska vinsældarlistans. Tvennir tónleikar verða haldnir á Wembley og verður það í fjórða og fimmta sinn sem stelpurnar í Nylon koma þar fram á þessu ári.
mbl.!

Hladið þið að þær náni miklum vinsældum???