Tvíburarnir Ashley og Mary Kate Olsen hafa verið mjög mikið í sviðsljósinu fyrir fallegan fatasmekk og falleg andlit. Þær skutust fram á sjónarsviðið aðeins eins árs gamlar þar sem þær léku súpersætu tvíburanna í bandarísku sjónvarpsþáttunum „Full House" og bræddu hjörtu áhorfanda.

Eftir það hurfu þær í nokkurn tíma en komu svo til baka 16 ára, eldri og vitrari. Leikkonurnar ungu hafa ávallt haft mikinn áhuga á fötum og eru með sína eigin fatalínu þar sem þær hanna og auglýsa sjálfar. Þær eru orðnar miklar tískufyrirmyndir þrátt fyrir ungan aldur.

Ashley Olsen er mun duglegri við að mæta á rauða dregilinn og því örlítið meira í sviðsljósinu en systir sín. Hún er með mjög góðan fatasmekk sem einkennist af víðum og þægilegum sniðum með hönnunarútliti. Ashley er dugleg að vera í stuttum kjólum sem lengja á henni leggina og himinháum hælum því ekki er hún há í loftinu. Víð snið og þægilegar flíkur eru hennar einkennisklæðnaður. Notuð föt eru í miklu uppáhaldi og segist hún sjálf elska að gramsa og finna fatnað á mörkuðum.


-visi