Veggspjald með mynd af bandarísku poppsöngkonunni Britney Spears nakinni og vanfærri, verður hengt upp á neðanjarðarlestarstöðvum í Tókýó. Embættismenn höfðu áður ákveðið að leyfa ekki veggspjaldið á þeirri forsendu að það væri of ögrandi en hafa nú skipt um skoðun.

Myndin birtist á forsíðu tímaritsins Harpers Bazaar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Embættismennirnir segja nú, að sögn BBC, að þeir geri sér grein fyrir því að myndin eigi að sýna hamingjusama verðandi móður en sé ekki kynferðislega opinská.

Spears, sem er 24 ára, og Kevin Federline, eiginmaður hennar, eiga von á öðru barni sínu í haust. Þau eiga fyrir 11 mánaða gamlan son.

-mbl.