Avril Lavigne ætlar að gifta sig í kyrrþey á næstu dögum. Söngkonan unga hafði áformað að ganga upp að altarinu með Deryck Whibley úr hljómsveitinni Sum 41 í ágúst en hefur flýtt áformunum til að losna undan ágangi fjölmiðla. Vinir og fjölskylda hinnar 21 árs kanadísku söngkonu þyrpast nú að heimili hennar í Kaliforníu þar sem athöfnin verður innan tíðar.