Kevin Federline hefur beðið Britney Spears að segja upp nýja lífverðinum - því að Kevin óttast að Britney sé að verða of nákomin honum.

Britney réði lífvörðinn, Perry Taylor, nýlega til að vernda sig og son sinn, Sean Preston, þegar þau fara úr húsi. Taylor er 28 ára, útskrifaður úr akademíu bandaríska flotans.

Fyrst hermdu fregnir að Taylor væri barnfóstra, eftir að teknar voru myndir af honum með Sean Preston í fanginu og í kerru að kaupa í matinn.

Nú hefur Kevin sagt konu sinni að hann vilji ekki að hún sé lengur með Taylor í vinnu. Segist Kevin óttast að lífvörðurinn spilli tilraunum hjónanna til að bæta hjónabandið, sem ku ekki hafa gengið allt of vel undanfarið.

Nú mun Perry hafa fengið þau fyrirmæli að hann verði einungis í vinnu þegar þörf er á, en ekki lengur allan sólarhringinn, eins og verið hefur.
dilja93@hotmail.com