Tom Cruise efstur á lista Forbes yfir áhrifamestu skemmtikraftana
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Tom Cruise er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir áhrifamestu stjörnurnar. Blaðið segir, að við gerð listans sé tekið tillit til tekna og þess hvernig viðkomandi tekst upp í sviðsljósinu.

Það vekur athygli að sænski kylfingurinn Annika Sörenstam kemst á listann í 91. sæti. Stalla hennar, bandaríska stúlkan Michelle Wie er raunar ofar á listanum, í 74. sæti en hún er einnig sú yngsta þar, 16 ára.

Tíu efstu sætin eru eftirfarandi:


Tom Cruise
Rolling Stones
Oprah Winfrey
U2
Tiger Woods
Steven Spielberg
Howard Stern
50 Cent
Leikarararnir í The Sopranos
Dan Brown
[quote]