Lopez reynir að eignast barn? Hin fjölhæfa þokkagyðja Jennifer Lopez hefur nú gengist undir skurðaðgerð til að reyna að eignast börn samkvæmt National Enquirer. Lopez hefur lengið dreymt um að eignast börn og telur sig vera að falla á tíma en hún er 36 ára gömul. Dívan giftist söngvaranum Marc Anthony fyrir tveimur árum og á hann þrjú börn úr fyrri hjónabandi. Læknar munu hafa ráðlagt Lopez að hvílast og nærast vel til að auka líkurnar á barnsburði.

[visir.is]