Söngkonan geðþekka Beyoncé mun kynna aðra sólóplötu sína 5. september næstkomandi, daginn eftir 25. afmæli sitt. Platan hefur enn ekki hlotið nafn.

Fyrsta smáskífan hefur hins vegar hlotið nafnið “Dejá Vu”, en kærasti hennar, plötuframleiðandinn Jay-Z, mun einnig ljá laginu rödd sína.

Síðasta plata söngkonunnar Dangerously in Love seldist í fjórum milljónum eintaka, en Beyoncé á stærri þátt í nýju plötunni, en hún semur, útsetur og pródúserar ásamt m.a. Neptunes og Rich Harrison.

Annars er nóg að gera hjá söngkonunni því hún lauk nýverið tökum á hlutverki sínu í myndinni Dreamgirls. Myndin fjallar um uppgang þriggja soulsöngkvenna á sjöunda áratug síðustu aldar. Auk Beyoncé leika Eddie Murphy og Jamie Foxx aðalhlutverk í myndinni og Bill Condon leikstýrir. Myndin kemur í bíóhús 22. desember.

[Frá mbl]