Bandaríski milljónaerfinginn Paris Hilton komst í vikunni í kast við lögin þegar hún ók á kyrrstæðan bíl í Los Angeles og forðaði sér síðan af vettvangi.
Atvikið náðist hins vegar á myndband og á Paris því von á að fá háa fjársekt.
Paris var í innkaupaferð í miðborg Los Angeles. Þegar hún bakkaði Range Rover bíl sínum til að komast út úr bílastæði lenti hún á Hondu Civic, sem lagt var fyrir aftan.
[Tekið af Mbl]