Angelina Jolie og Brad Pitt eignuðust dóttur
Bandarísku kvikmyndastjörnurnar Angelina Jolie og Brad Pitt eignuðust dóttur í kvöld en fæðingar þessa barns hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Barnið fæddist í Namibíu, þar sem þau Jolie og Pitt hafa dvalið að undanförnu, og hefur fengið nafnið Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, að því er kemur fram í yfirlýstingu frá blaðafulltrúa hjónaleysanna.