Einföld Google leit og þá kemstu að því að Britney Spears hefur samið um helminginn af lögunum sínum. Þegar hún byrjaði í bransanum þá var nánast allt samið fyrir hana en í dag þegar hún gefur út plötu þá er meirihlutinn samið af henni. Nýlegt dæmi er lagið “Someday” sem hún samdi rétt áður en hún varð ófrísk. Svo er hún dansari, leikkona, framleiðandi (sjónvarpsþáttur, tónleikarferðalög). Hún hefur meira að segja skrifað bók sem á endanum var gert kvikmynd eftir (hún lék ekki í henni).
Flestir þurfa að vera í hljómsveit eða vera með sólo ferill með hjálp framleiðenda. Það er fullt af listamönnum þarna úti t.d. innan hljómsveita sem gætu aldrei séð um allt sjálfir. Auðvitað til dæmi um slíkt en það er fáránlegt að ætlast til þess að allir geri það sama. Svo eru t.d. óperusöngvarar ofarlega í menningarstiganum en samt sem áður eru slíkir söngvarar nánast alltaf að syngja eldgömul verk sem einhver annar samdi. Ekki er gert þá kröfu að leikarar séu að semja eða leikstýra þó það séu auðvitað til dæmi um slíkt. Svo já ég gef skít í þessa athugasemd þína. Þú fordæmir fræga poppista eftir týpískri formúla (að þeir semji ekki neitt t.d.) án þess að kynna þér málið fyrst.