Leikarinn bernie Mac hefur greinst með alvarlegan öndunarfærasjúkdóm,en hann þurfti að gera hlé á upptökum vinsæls sjónvarpsþáttar síns,The bernie mac show,í lok síðasta árs vegna heilsufarsvandamála.Bernie hélt í fyrstu að hann ætti við lúggnabólgu að stríða,en nú hefur hann sem sagt greinst með þennan alvarleg sjúkdóm sem leiddi t.d Reggie White,merkan spilara í ameríska fótboltanum til dauða í lok síðasta árs .Þessi öndunarfærasjúkdómur lýsir sér þannig að hann kemur í veg fyrir að súrefni berist frá lungum og getur leitt til hjartaáfalls.Bernie lét hafa þetta af sér:“Ég er víst búinn að vera með þennan sjúkdóm frá a´rinu 1983 og enn sem komið er hefur hann ekki haft áhrif á lífstíl minn.Ég geng enn,spila körfubolta og geri hversdagslega hluti.”