Þetta áhugamál er farið alveg útúr þufum. Eintómar Teen-Stars greinar og linkar, og alltaf um þau sömu, Brad Pitt,Angelina Jolie,Britney,Orlando,Hillary Duff & þess háttar.

Þetta er orðið hræðilegt, hvað með að fara að skrifa greinar um einhverja góða leikara, ekki eintómar stjórnuleikara. Til dæmis Sean Connery enginn grein um hann, að margra mati svalasti Bondinn. Þetta er alveg farið að vanta og allir linkar sem hér eru sendur eru alltaf það sama svo sem "Aðdáenda síða Hillary Duff, eða eitt af hundrað síðum á www.folk.is/teen-stars ! Geta þessar gelgjur ekki farið bara á www.folk.is/gelgjur eða eikkva og sent inn linka þar af Orlando og þessum Teen-Stars, en allavega ég er orðinn þreyttur á þessu.

Alltaf þegar ég kíkji hingað sem er orðið mjög sjaldan útaf þessu Teen-Stars æði hjá glegjum. Þá blasir alltaf við saman sjónin allar greinar eins um Orlando nema misjanfnlega settar upp. Alveg hræðilegt verð ég barasta að segja. En mér finnst að adminarnir ættu að hafa aðeins strangari reglur ekki fjórar Lindshay Lohan greinar á 3 vikum. Eða hvað finnst ykkur ?


Kv. Ási

www.rekkinn.tk
acrosstheuniverse