Eins og ég hef nefnt hérna áður þá er ég mikill aðdáandi Britney Spears og tel hana vera mjög vanmetin söngkona. Fólk sér bara ljósa hárið og brjóstin, og fordæma að þessi manneskja sé hæfileikalaus. Jafnvel þeir sem að telja hana ekki góða söngkonu ættu allavega að geta séð að hún er mjög góður dansari og leggur mikla vinnu í starf sitt.

Ég viðurkenn að Britney Spears er ekki með STERKA rödd, en ég tel það ekki gera mann að slæmum söngvara. Það er einnig hægt að fíla söngvara fyrir það að hafa SÉRSTAKA rödd, gott dæmi er Elvis. Og það er einmitt það sem að Britney hefur. Mjög skemmtileg rödd, á milli þess að vera barnarödd og konurödd… verður svona dálítið “cartoonish” og skemmtileg.

Og það að hún mæmi stundum á tónleikum segir ekki neitt um sönghæfileika. Þegar hún er að DANSA stanslaust í 2 klukkutíma þá er ekki hægt að ætlast til þess að öll lögin séu sungin live. Ekki án þess að minnka dansinn og gera sýninguna ekki jafn flotta. Margar aðrar söngkonur gera þetta, t.d. Janet Jackson… en samt er alltaf nefnt Britney þegar það er verið að gagnrýna þetta.

Allavega hún söng lagið Everytime live fyrir SNL þáttinn, og það var fyrsta skipti sem ég heyrði þetta lag. Varð alvegt ástfanginn af laginu og fíla það mikið betur live en á geisladisknum.

http://d12.yousendit.com/D/BCC59E3261412A1D7BC255601AA170D9/SNL.mp3