Orlando Bloom er minn uppáhalds leikari og líka sá fallegasti. Hér er smá um hann:

Nafn: Orlando Bloom
Gælunafn: Orli
Fæðingar Dagur og ár: 13. janúar 1977
Fæðingar staður: Canterbury, Kent, England
Býr: Í LA
Hárlitur: Dökk brúnn
Augnlitur: Dökk brúnn
Stjörnumerki: Steingeit
Kínverska merkið hans: Dreki
Uppáhalds litur: Gulur
Fjölskylda: Pabbi hans Harry Bloom dó þegar hann var fjögurra ára og mamma hans Sonia var leikona, það er sagt að einhver maður sem heitir Colin Stone sé alvörunni pabbi hans, Samantha systir hans er tveimur árum eldri en hann.
Áhugamál: Hann elskar X-tream íþróttir, Photography, sculpting veit ekki hvað þetta er á íslensku
Gæludýr: Hund sem heitir Maude
Hann er á stefnumótum með Kate Bosworth.
Það las ég!!
Hann hætti að reykja en byrjaði að naga neglurnar sínar í staðinn.
Hann getur talað frönsku.
Honum líkar alls konar músík t.d. Ben Harper, David Gray og Bob Dylan.
Hann er búin að vera svo upptekin að hann hefur ekki haft tíma til að kaupa sér hús, þegar hann var á tökum á myndinni Pirates of the Caribbean bjó hann nálægt tökustað í íbúð á kostnað fyrirtækisins sem sá um myndina!!
Hann er með tvö tatto eitt af sól og eitt af tölustafnum 9 á álfamáli.
Fyrsti bíllinn hans var gamall grænn VW Golf.
Hann sagði að hann óskaði að hann ætti bílinn ennþá hann elskaði hann!!
Hans fyrsta Hollywood ástarskot var Linda Evans!
Hann hætti í skóla þegar að hann var 16 ára!!
Kvikmyndir sem hann hefur leikið í:
Troy (2004)
Pirates of the Caribbean (2003)
The Calcium kid (2003)
Ned Kelly/The Kelly Gang (2003)
Lord of the rings (2001-2003)
Black Hawk Down (2001)
Wilde (1998)

Orlando Bloom elskar.. og hatar..

Orlando elskar…

* Mömmu sína og pabba
-Pabbi minn er látinn, en hann var á móti aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og var fangelsaður fyrir það. Ég er mjög stoltur af honum. Mamma mín var vön að fá mig og systur mína í keppni um hvort læsi best úr biblíunni- það var þannig sem ég fékk áhuga á leiklist…

* Stórusystur
-Þegar við vorum lítil vorum við alltaf að rífast og slást, en nú þegar við erum orðin eldri urðum við bestu vinir. Það var hún sem kenndi mér sitt hvað um föt…

* Kærustur
- Ég er mjög rómantískur. Þegar ég er virkilega ástfanginn þá geri ég margt undarlegt fyrir hana. Ég held að ég sé líka að ég er góður kærasti…

* Vinir
-Ég elska að gera eitthva skemmtilegt saman í stórum vinahópi. Ég held að ég sé dáldið stjórnsamur og sá sem stjórnar hópnum dáldið. Ég hef alltaf verið svona foringi yfit hópum en sá sem fylgir honum, held ég…

* Húðflúr
-Ég hef fengið húðflúrið með álfatölunni ‘9’ á hendina mína, þetta húðflúr fengu allir sem voru í ‘Hringadróttinssögu’, og svo er ég með litla sól undir naflanum. Maður verður að vera ákveðinn ef maður ætlar að fá sér húðflúr, þau er á manni allt lífið…

* ‘Stand by me’
- er besta mynd í heimi. Það var þannig sem ég ákvað að verða leikari.

* Linda Evans
-Hún var fyrsta ‘ástin’ mín. Ég sá alltaf ‘Dollars’ þegar ég var lítill. Frænka mín vann þá sem framleiðandi í New York og útvegaði mynd af henni með eiginhandaráritun. Það var svo frábært…

* Skemmtilegheit
-Ég gæti alveg ímyndað mér að gera gamanleik einhverntíman. Ég get reyndar verið mjög fyndinn, þegar fólk býst síst við því…

* Tónlist
-Ég elska tónlist, sérstaklega írska tónlist, en fyrstu tónleikarnir sem ég fór á var mað Jamiroquai í Canterbury, þar sem ég er fæddur. Og Michell Jacksons ‘Thriller’ var fyrsta platan sem ég keypti….

Orlando hatar…

* Deilur
-Ég hef reynt að komast undan því að slást við vini mína sem vilja slást við mig og síðan að þykjast vera flottur í þokkabót…

*Forvitni
-Akkúrat núna er fullt af fólk sem vill vita hvort ég sé með kærustu. Mér finnst það í rauninni dáldið spooky…

* Gremju
-Ég hata þegar verið er að nota tíma til að gera ekki neitt. sumir vinir eru fyrir lífið og aðrir hverfa smámsaman. Og svoi getur þetta kannski gerts bæði eitthvað gott og eitthvað vont. Ég horfi mjög hreint á þetta: Allt gerist út af einhverju og þú verður bara að treysta þér…

*Þegar vantar Rómantík
- Mér finnst óþolandi þegar fólk hugsar ekkert um rómantíkina. Stundum er það eins og það sé eitthvað við það rómantíska sé að hverfa og mér þykir það mjög leitt…

* Að svekkja fólk
-Sérstaklega stelpur. Þær halda að ég sé einhver ljóshærð goð með hafbláu augu og það er dálítið ergilegt að vera að svekkja þær. Hár Legolasar er hárkolla og bláu augun linsur. Ég líkist honum ekki nema með hárkolluna, linsurnar og heilt tonn af farða á mér…

*Léilegir ávanar
-Ég er að reyna að laga til í ávönum mínum. Ég er t.d. orðinn grænmetisæta. Ég er hættur að reykja en ég naga því miður ennþá neglurnar…

*Peninga
-Ég hata auðvitað ekki peninga þannig, en ég þoli þá ekki þegar peningar stjórna vali á bíómyndum sem maður er að leika í. í alvöru, bara ef ég gæti fengið að kyssa stelpu, þá mundi ég alveg vilja gera það frítt…

*Skólann
-Ég var miklu meira skapandi en lærandi. Í einkunnarbókunum stóð ‘Orlando er góður strákur en hann leggur meira í það að kíkja út um gluggan eða leika við hamstrana í stað þess að læra’…

*Hákarla
-Síðan ég sá ‘Jaws’ þegar ég var lítill hef ég alltaf haft það á tilfinningunni að ég verði étinn af hákarli. Þegar ég var á Nýja Sjálandi á brimbretti sá ég eitthvað í sjónum og var alveg að fara á taugum en svo kom i ljós að þetta var bara selur…

*Að vera annar en maður er
-Í Hringadróttinssögu voru allir litlu leikararnir látnir vera Hobbitar, þeir hávöxnu og flott urðu af álfum. Hversu stoltur getur maður verið af því?…