Ég tók mig til síðastliðinn mánudag og stofnaði Aðdáendaklúbb Gísla Marteins. Opnaði ég síðu á slóðinni www.gisli-marteinn.tk .
Ég er ekkert góð í að skrifa svona greinar en ætla nú samt að reyna…
Mér finnst persónulega, að Gísli sé alveg frábær maður, alltaf jákvæður og hress sem er ekki algengur hjá sjónvarpsfólki, sérstaklega ekki á RÚV. Sumum finnst hann kannski helst til væminn, en er það ekki það sem heimurinn þarfnast á stríðstímum eins og núna? Mörgum finnst líka að hann höfði helst til gamals fólks á eliheimilum sem á sér ekkert líf. Það skil ég ekki, þar sem Gísli er ungur, skemmtilegur og þar að auki mjög kynæsandi maður.
Mikil aðsókn hefur verið á síðuna mína sem ég tileinkaði honum; hátt í 3000 heimsóknir á innan við viku. Umsögn kom um síðuna á bls 27 í DV í fimmtudaginn síðasta, vitnaði blaðamaðurinn í Gísla Martein, og sagði “Oflof er oftast háð”. Ekki hef ég nú heyrt það oft þegar rætt er um fræga leikara eða aðra.
Vona ég bara að með þessarri grein, sem ég vona að komist inn, nái ég að fá yngra fólk til að heillast af Gísla.
Síðan vil ég hvetja sem flesta til að skoða heimasíðu Aðdáendaklúbbs Gísla Marteins á slóðinni www.gisli-marteinn.tk
Takk fyrir og kærar kveðjur.