Fyrir u.þ.b. viku síðan þá las ég á netinu hvernig myndbandið “Everytime” með Britney Spears ætti að vera, en Britney átti víst að fremja sjálfsmorð í endanum á myndbandinu.
Nú er það komið í fjölmiðla að það sé búið að hætta við það af því að foreldrar aðdáenda hennar eru búnir að mótmæla því að myndbandið hafi svona slæman endir.
Ég bara skil ekki hvað er svona hræðilegt við þetta, viljum við búa í svona ofvernduðum heimi þar sem ekki er hægt að sýna neitt sem að gæti verið umdeilt ? Á kannski ekki að hafa sjálfsmorð í kvikmyndum heldur ?
Á að banna allt sem að mögulega gæti haft áhrif á fólk ?
Ég trúi því að fólk á að taka ábyrgð fyrir sín eigin lífi, og lífi barna sinna. Í stað þess að kenna fjölmiðlum og stórstjörnum um vandamál sín. Ég vona að þetta sé bara ósatt og að það verði ekki breytt myndbandinu.
P.s. Britney á víst að hafa samið textann við lagið eftir sambandsslit hennar og Justin T.<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>Fairy power!</