“hún er nú enginn Celine.”
Nei hún er engin Celine, röddin hennar er á allt öðru sviði. Hún er með mikið dýpri rödd sem að hentar t.d. fyrir R&B, jazz, og já svo popp og country og margt fleira.
Sorglegt þegar fólk heldur að alvöru söngkonur séu þær sem að geta öskrað ballöður (Christina, Whitney, Mariah og Celine….).
Ólíkt því sem fólk heldur og gagnrýnendur að þá er varla hægt að búa til neina sérstaka formúlu yfir hvort að rödd sé góð eða ekki. En ég lýt á þetta þannig að það sé ekki svo einfalt að sá sem að hefur sterkustu raddböndin sé besti söngvarinn.
Britney myndi kannski ekki lýta neitt rosalega vel út að reyna að syngja lög eins og “My Heart Will Go On”… en jú það er líka öfugt. Hvernig myndi fólk bregðast við ef að hún Celine myndi reyna að syngja lög eins og “Baby One More Time” ?
Og skiptir útlitið engu máli hjá Celine ? Hún er nú frekar falleg kona. Ég hef oft séð konur ná henni vel á karoke börum en það sem vantar er persónuleikinn, útlitið og útgeislunin. Útlitið (og margt fleira) skiptir ekki aðeins máli hjá Britney Spears, heldur líka hjá Celine Dion, Marilyn Manson, Barry White og Eminem.
Það að halda því fram að útlitið skiptir aðeins máli hjá þessum tvítugu poppsöngkonum er ekkert annað en fáfræði.<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</