Sumir segja að það sé útlitið, maður þarf rétta lookið, nei því er ég algjörlega ósammála, t.d American idol keppnin þar sem fallegustu keppendurnir voru látnir fjúka mjög fljótt og Kurt Nielsen sem vann heims idolið hefur ekki beint útlitið með sér.
Þarf maður að hafa fallega rödd til þess að meika það sem söngvari? Nei hlustiði á Megas eða Macy Gray þetta eru ekki beint hreinustu raddir sem við höfum heyrt. Það eru líka mjög margir rokk söngvarar sem eru með mjög hráar og skítugar raddir en þeir söngvarar eru taldnir góðir og ég verð að segja að það hljómar líka rosalega vel hjá þeim…t.d Shane McGowan (sem btw er ljótasti maður sem ég hef séð) og Johhny Rotten. Svo eru líka til rokksöngvarar með fallegar og tærar raddir sem hljóma líka rosa vel þannig að maður er í klemmu til þess að vita hvernig er best að vera rokksöngvari.
Þarf að hafa réttu samböndin…..jaaa það hefur virkað hjá mörgum, en t.d Anastasia var bara fátæk stelpa áður en hún ,,meikaði það“.
Persónuleiki kannski, já það er auðvitað plús að hafa góðan persónuleika en maður kemst ekki bara áfram á persónutöfrum þótt að það geti leitt mann langa leið, t.d hún Vannessa Olivarez í idolinu og Jóhanna Vala sem voru látnar fjúka í fyrsta þættinum á stóra sviðinu. Dæmi um mann sem mér finnst hæfileikaríkur með persónutöfra og sex appeal er Dave Grohl úr Foo fighters en hann komst ekki þar sem hann er í dag á persónutöfrunum heldur samböndum.
Þetta er kannski ekki stór og mikil grein en ástæðan sem ég vildi senda hana er að mig langar að heyra frá ykkur hvað ykkur finnst þurfa til þess að ,,meikaða”. Hvað er það sem gerir ykkar uppáhalds frægu manneskju svona frábæra í ykkar augum og afhverju þið haldið að þið hafið svona mikinn áhuga á þessu fólki.
takk
flipi (btw nafnið mitt er ekki komið af flipp heldur flipa)
I'm not a violent woman. I prefer emotional terrorism.