Þar sem fólk virðist vera að senda inn greinar um LOTR leikarana ákvað ég að senda inn grein um Viggo Mortensen.
Viggo fæddist 20. október 1958 og heitir réttu nafni Viggo Peter Mortensen jr. en pabbi hans er Dani og mamma hans Ameríkani. Hann á tvo yngri bræður. Þegar Viggo var lítill ferðaðist fjölskyldan mikið og bjuggu þau í Argentínu, Venesúela og Danmörku um tíma. Foreldrar hans skildu þegar hann var 11 ára og flutti hann þá með mömmu sinni og bræðrum til USA.
Viggo fékk sinn fyrsta hlutverk í kvikmynd árið 1985 en þá lék hann amish bónda í myndinni Witness. Hann hefur síðan leikið í um 40 myndum en að sjálfsögðu eru LOTR myndirnar frægastar. Sem dæmi um myndir sem Viggo hefur leikið í má nefna, The Indinan Runner (1991)GI Jane (1997), Psyscho (1998), Crimson Tide (1995), A perfect murder (1998) og 28 days (2000).
Árið 1987 kynntist hann pönksöngkonunni Exene Cervenka úr bandinu X. Þau gengu í hjónaband það ár og ári seinna kom frumburðurinn, Henry Blake Mortensen í heiminn. Exene og Viggo voru gift fram til 1997 en þá skildu þau í miklum vinskap að þeirra sögn.
Viggo hefur átt miklum vinsældum að fagna sem ljósmyndari, málari og ljóðskáld. Ásamt því hefur hann líka samið lög. Hann hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og geisladiska. Sýningar á málverkum eftir hann hafa verið haldnar. Við tökur á LOTR tók hann einmitt hundruðir mynda af mótleikurum og ýmsu, en þessar myndir voru sýndar á sýningu 2002.
Eins og flestir ef ekki allir vita er Viggo mikill íslandsvinur og hefur hann heimsótt okkur oftar en blöðin hafa sagt frá ;)