Sean Bean er einn af allra bestu leikurunum í dag að mínu mati og virðist ekkert hlutverk vera of erfitt fyrir hann.
Ég held að ég sé ekkert að fara með nein rangindi þegar ég segi að allar myndir sem ég hef séð með honum, þá hafi hann sýnt stórleik. Mínar uppáhalds myndir með honum eru Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, þar sem hann er með magnaða framistöðu sem Boromír. Persónulega finnst mér hann hafa átt óskarstilnefningu skilda og verð ég að taka fram að atriðið með honum í endann á myndinni er eina atriðið sem ég hef grátið yfir.
Boromír er mín uppáhalds persóna í myndunum um hringjadróttinssögu og er það einungis vegna þessarar stórkostlegu frammistöðu hans.
Hin uppáhalds myndin er GoldenEye og þar sýnir hann eingig magnaðann leik.
Og nú til gamans ætla ég að nefna þær myndir sem fá hæstu einkunn á imdb.com
Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring: 8.8
Equilibrium:7.7
Ronin: 7.0
Og svo undir lokin ætla ég að líta á myndirnar sem hann er væntanlegur í:
National Treasure (2004)
Troy (2004)
Persónulega hlakkar mig mjög mikið að sjá hann í Troy.
Allar heimildir voru teknar af imdb.com og biðst ég forláts á öllum stafsetningarvillum sem þið kynnuð að finna.
Íslenska NFL spjallsíðan