Þetta hefur ekkert að gera með frægt fólk heldur er ég bara með pælingar um suma hugara sem eru á þessu áhugamáli einungis til að vera með leiðindi. Þetta er ekkert sérstök greina kannski hjá mér en ég vil taka fram að ég tala beint frá mér og finnst það einhvern vegin ekki vera til bóta að laga hana til.

Hvað er málið á þessu áhugamáli og öðrum?
Hvers vegna þurfa svona margir að vera alltaf að niðurlægja fólk sem er bara að segja skoðun sína eða jafnvel bara fréttir/slúður. Ég er ekki að tala um að fólk má ekki segja það sem því finnst, það er nú málfrelsi á Íslandi. En verður að láta svona barnalega?

Einhver segir kannski “þessi var að …” og þá kemur næsti á eftir og segir “þessi og hans pakk er krap” eða eitthvað álíka gáfulegt sem kemur málinu kannski ekkert við. Hvers vegna getur ekki verið svoldið hlutlaust svo allir í skóginum geti verið vinir?

Þetta er bara mín hugsun og þið megið dissa eins mikið og þið viljið ef það lætur ykkur líða betur.