Jóhann Bachmann - Hanni. Hanni er borinn og barnfæddur Selfyssingur. Hann hóf snemma að berja húðir og um 14 ára aldur var hann byrjaður að spila með hljómsveitinni Skítamórall sem seinna varð ein vinsælasta hljómsveit landsins ef ekki sú vinsælasta. Inn á milli þess sem Hanni lék með Skítamóral, átti hann nokkra spretti með öðrum böndum á Suðurlandsundirlendinu eins og Dægurlagakombóinu sem einmitt Viggi og Siggi spiluðu einnig með. Hanni er einn af þeim sem vilja halda hvíldardaginn algjörlega heilagan og þýðir ekki með nokkru móti að tjónka við honum á sunnudögum. Hanni gekk til liðs við okkur í október s.l. og hefur smollið mjög vel inn í hópinn.
Hérna er svo smá viðtal við hann..
Nafn: Jóhann Bachmann Ólafsson Svensen (Hanni)
Heimili: Reykjavík
Bíll: wv polo
Stjörnumerki: Vatnsberi
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prúðuleikararnir þegar þeir voru.
Besti matur: Söl (í litlu magni) Pasta a´la Birgitta
Uppáhalds litur: Svartur og Silfur grár
Áhugamál: Spila á Trommur í góðum gír, vera með vinum mínum, tölvur og DJAMMA……..hehe..
Besta kvikmynd: Prúðuleikararnir fara til Manhattan.
Hvað fynst þér best? Vera með fjölsyldunni og vinum í góðum gír…
Mottó: …Æ…..Þetta reddast….
Lístu sjálfum þér: Þrjóskur eins og Andskotinn, ljúfur eins og Presturinn :) og alltaf til í FJÖR!!!
Sefurðu í náttfötum? Ne hei dettur það ekki í hug.