Birgitta Haukdal er söngkona Írafárs og af mörgum talin eini kvenmaðurinn í hljómsveitinni. Birgitta er fædd og uppalin á Húsavík. Þar bjó hún þar til að hún varð 18 ára ásamt foreldrum sínum og tveimur systkynum. Birgitta byrjaði að syngja ung að aldri hoppandi í rúminu sínu með klósettrúllu sem míkrafón. Hún söng á jólaböllum og barna skemmtunum á Húsavík og eftir það tók Söngkeppni framhaldsskólanna við þar sem hún tók þátt fyrir hönd Framhaldsskólans á Laugum og stóð sig með prýði. Eftir það lá leiðin á Broadway þar sem hún tók þátt í hinni frægu Abba sýningu sem sló í gegn í tæp þrjú ár.
Svo er smá svona um hana hérna..
Nafn: Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir
Heimili: Reykjavík
Bifreið: Renault Megane II
Stjörnumerki: Ljón
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Will & Grace, Ally MacBeal
Uppáhalds matur: Ekkert jafnast á við Jólasteikina hennar Mömmu…mmmm…
Uppáhalds litur: Blár
Uppáhalds Tískuvöruverslun: KISS í kringlunni, langflottust.
Áhugamál: Tónlist, útivera, góður matur og íþróttir.
Uppáhalds Bíómynd: Dumb and dumber
Besta sem þú veist: Að fara eiga rómantíska stund með Hanna og hitta fjölskylduna mína á Húsavík.
Lífsmottó: Brostu framan í heiminn þá mun heimurinn brosa framan í þig.
Sefurðu í náttfötum: hí hí … segi ekki.
Hvernig lýsirðu sjálfri þér: Hhmm… Glaðlynd, fjörug, frek (ég er nú ljón) og með stórt hjarta. ( já og auðvitað hrikalega sterk….he..he)