Vignir Snær Vigfússon gítarleikari og annar söngvari Írafárs er ættaður austan úr Skaftárhreppi. Hann er sonur skólastjóra, fékk alltaf góðar einkunnir og var með allt á hreinu varðandi málför og stavsettningar. Viggi hóf gítarnám, samhliða malarnámi strax á unga aldri og var lengi rætt um að hann væri góður á gítar en það var víst aldrei neitt annað en orðrómur. Hann spilaði þó í hljómsveitum sem gerðu garðinn frægan um alla austanverða Vestur-Skaftafellssýslu, en það voru bönd eins og Fljótið sem rann, Lady Umbrella og Geimverur í lautarferð, auk auðvitað Dægurlagakombóið. Viggi hefur til þessa verið aðallagasmiður Írafárs og bíða fjölda laga þess að koma upp á yfirborðið. Aðaláhugamál hans er umhirða og snyrting nagla en allt frá barnæsku hefur hann annast neglur sínar með fádæma natni og umhyggju. Enginn vafi er á að hann slær mörgum kvenmanninum við í þeim efnum. Viggi starfar við gítarkennslu samhliða spilamennskunni og hefur lengi átt þann draum að opna gítarskóla undir eigin nafni. Vignir er letihaugur.
Smá viðtal hérna við hann..
Nafn: Vignir Snær Vigfússon (Viggi)
Heimili: Reykjavík
Bíll: Ford Focus
Stjörnumerki: Krabbi
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends
Besti matur: Ostaveisla og ónýtur ostur.
Uppáhalds litur: Svartur
Áhugamál: Spila á gítar og allt sem tengist tónlist.
Besta kvikmynd: Veit ekki.
Hvað fynst þér best? Kaupa græjur.
Mottó: Kaupa, kaupa kaupa.
Lístu sjálfum þér: …
Sefurðu í náttfötum? Neih hei!