Fegurðarsamkeppni Íslands hefur aftur tekið við einkaumboði fyrir MISS WORLD eða Ungfrú Heim. Regína Diljá Jónsdóttir verður fulltrúi Íslands í keppninni í ár, en keppnin verður haldin í Sanya í Kína en 110 stúlkur keppa um þennan eftirsótta titil. Regína heldur til Hong Kong 7.nóvember n.k.
Fegurðardrottning Íslands, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er fulltrúi Íslands í MISS EUROPE 2003, sem fram fer í EuroDisneygarðinum í Paris 12. september. 39 stúlkur frá jafnmörgum Evrópulöndum keppa um titilinn. Verðlaun til sigurvegarans eru 100.000 evrur eða tæpar 9 milljónir ísl. króna.
Ungfrú Reykjavík 2003 Erna Guðlaugsdóttir mun ásamt Eyjólfi
Sverrissyni draga um bikarleiki þýska boltans í beinni útsendingu
þýska sjónvarpsins, á undan leiknum Ísland-Þýskaland á laugardag.